Skráningu á þetta námskeið er lokið
InnSæi Signature Námskeiðið er níu vikna spennandi og gefandi upplifun þar sem þú lærir að byggja upp sjálfstraust og vald á innsæinu; sem er ein helsta uppsprettan fyrir skýra hugsun, starfsorku, stefnu í lífinu og góðar ákvarðanir. Námskeiðið fer fram í hinni fullkomnu blöndu af sjálfsnámi, samtölum og leiðsögn í rauntíma.
Námskeiðið er hannað fyrir fólk sem lifir annasömu lífi – fólk sem þráir breytingar en ekki fleiri verkefni.
Lítil skref – stórar breytingar. Hver sem dagskráin er, passa æfingarnar inn í daginn þinn.
Praktískt frá fyrsta degi. Þú æfir 27 lykla að innsæi á fundum, heima, í kaffipásunni, á göngu, í samskiptum við aðra.
Þrír lyklar á viku. Á fimmtán mínútum kenni ég þér 3 lykla að innsæi í upptöku sem þú hlustar á þegar þér hentar. Þú æfir þessa þrjá lykla í þeirri viku.
Tempóið er vel hugsað. Þú færð hæfilegan skammt í hverri viku sem gefur þér orku í stað þess að ræna þig orku.
Skráningu á þetta námskeið er lokið
1450 €
Ekki í sölu núna
InnSæi Signature Námskeiðið er níu vikna spennandi og gefandi upplifun þar sem þú lærir að byggja upp sjálfstraust og vald á innsæinu; sem er ein helsta uppsprettan fyrir skýra hugsun, starfsorku, stefnu í lífinu og góðar ákvarðanir. Námskeiðið fer fram í hinni fullkomnu blöndu af sjálfsnámi, samtölum við aðra þátttakendur og leiðsögn frá Hrund í rauntíma.
Við höfum nú aðgang að áður óþekktu magni af gögnum og upplýsingum sem berast okkur á ógnahraða á öllum tímum dags. Tækniþróun eins og gervigreindin og margvíslegar áskoranir verða til þess að magna upp hraða og umfang breytinga, frá efnahagslegum og pólitískum breytingum til upplýsingaflæðis, sem gerir okkur erfiðara fyrir að sjá heildarmyndina, aðlagast og tengja inn á við.
Í þessum heimi óvissu og hraða þurfum við meira en rökhugsun og töluleg gögn til að sigla rétta leið og taka ígrundaðar ákvarðanir. Við þurfum sterkan innri áttavita – vel þjálfað innsæi.
En hvað er innsæi? Getum við treyst á það? Hvernig hjálpar það okkur að taka betri ákvarðanir? Hvernig getur innsæi hjálpað okkur að lifa lífinu til fulls og feta okkar eigin slóð? Hvernig getur innsæi gert þig að betri leiðtoga, félaga og vini? Hvernig getur innsæi hjálpað þér að skerpa þinn innri áttavita? Af hverju er vel þjálfað innsæið afgerandi styrkleiki fyrir þig í heiminum í dag?
Á þessu námskeiði lærir þú allt sem þig hefur einhvern tíma langað að vita, eða vissir ekki að þú þyrftir að vita, um innsæi í gegnum linsu InnSæis, íslensku hugtaksins og leiðarvísisins fyrir vel þjálfað innsæi. Í lok námskeiðsins verður þú komin með sterkari innri áttavita sem er mikilvægur til að sigla fimlega og af styrk í gegnum lífsins ólgusjó, breytingar, samskipti og starfsferil.
Að breyta sambandinu þínu við innsæið í gegnum InnSæi, mun breyta lífi þínu.
9 Vikur
27 Lyklar að innsæi
15 Kennslustundir
3 Fundir í rauntíma
14 Æfingar
19 Skjöl og síður fyrir þína handbók
Einstaklingsmiðuð endurgjöf á þitt InnSæi ferðalag á námskeiðinu
Lokaverkefni – Þinn InnSæi Prófíll, þitt eigið GPS tæki til að stilla þig inn á innsæið.
Til að taka þátt í þessu námskeiði þarf forvitni, opinn huga og vilja til að ögra fyrirfram gefnum viðhorfum um bæði þitt innsæi og möguleika. Þú þarft að hafa dagbók við höndina, sem er algjört lykilatriði til að skerpa og stilla inn á innsæið. Fjárfestu í þér með skuldbindingu til náms og vaxtar. Einnig er bókin INNSÆI: heal, revive and reset with the Icelandic art of intuition, (eða Icelandic wisdom for turbulent times), grunnlesefni í námskeiðinu.
Bókina má finna í bókabúðum á Íslandi og hjá öllum helstu bókasölum á netinu. Athugið að bókin er á ensku.
Fjárfestu í þér með skuldbindingu til náms og vaxtar.
Námskeiðið er styrkhæft hjá Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks, og ætti að uppfylla skilyrði flestra starfsmenntasjóða stéttarfélaga. Kannið einnig möguleika á vefgáttinni Áttin.
Hvorutveggja. InnSæi Signature námskeiðið er einstakt tækifæri til að læra með Hrund og í hópi annarra þátttakenda og hraðinn miðast við það.
Við byrjum um miðjan október. Þessi 9 vikna upplifun samanstendur af þremur lotum og hver lota er þrjár vikur. Í lok hverrar lotu er beint streymi með Hrund og hópnum.
Þú þarft að ljúka vikulotu eða námshluta áður en þú færð aðgang að þeim næstu. Kennslustundir í beinu streymi eru á ákveðnum dagsetningum í lok hverrar lotu.
Til að fá viðurkenningu um að hafa lokið námskeiðinu þurfa þátttakendur að hafa lokið öllum þremur námshlutunum, kjarnaverkefnum og sækja að minnsta kosti 2 af 3 kennslustundum í beinu streymi.
Eftir að þú hefur skráð þig færðu tölvupóst með innskráningarupplýsingum. Að skráningu lokinni geturðu farið inn á vefinn og skoðað yfirlit námskeiðsins.
Þann dag sem námskeiðið hefst færðu aðgang að fyrsta hluta 1. lotu.
Þegar þú hefur skráð þig hefurðu aðgang að námskeiðinu í heilt ár.
Með því að skrá þig hér færðu forgang til skráningar á næsta InnSæi Signature námskeið og upplýsingar þegar nær dregur.
By signing up here, you’ll get priority access to registration for the next InnSæi Signature Course and receive updates as the date approaches.
Grow your intuition through the lens of InnSæi. Find insights, inspiration & tips on intuition that you won’t read anywhere else.
Grow your intuition through the lens of InnSæi. Find insights, inspiration & tips on intuition that you won’t read anywhere else.